Stjórnmál í dag

Bryndís Hlöðversdóttir fyrrverandi þingmaður nú rektor var fyrir mörgum árum með erindi um þjóðernis tilfinningar.Hún sagði að slíkar kenndir væru mjög lágt skrifaðar hjá gáfuðu fólki. Þeim þætti þær eiginlega hallærislegar.Hvaða máli skiptir hvaða þjóðerni maður tilheyrir? Íslendingur getur auðvitað hætt þessu “ vera Íslenskur“ tali og einfaldlega sagst vera Evrópubúi!!

Ríkisstjórnin hefur  aðeins eitt mál á dagskrá sinni: Innganga í ESB. Öll mál sem hún leggur fram eru að einhverju leyti tengd inngöngu. Málflutningurinn í Icesave málinu öllu. Þar var skriðið  fyrir kröfum ESB.  Aldrei hefur íslensk pólitík lagst eins lágt eins og í Icesave 2 samningnum.

Samfylkingin minnir á þing N-Kóreu þar sem engin lætur í ljós efasemdir á hverju sem gengur t.d.í Icesave málinu öllu. Allir klappa í takt.

 Stjórnarskrármálið.: Sett var í gang sjónarspil .  Eina raunverulega markmið er að koma í stjórnarskrána  klausu sem leyfir yfirþjóðlegt vald. Það er nákvæmlega ekkert sem er  aðkallandi í okkar stjórnarskrá. Alþingi  hefur það hlutverk að yfirfara og uppfæra stjórnarskrána á hverjum tíma.

Ríkisstjórninni er auðvitað ljóst að sjáfarútvegurinn er erfiðasti hjallinn við að troða Íslandi í sambandið. Það er unnið við það verkefni.:

1.       Sameina  ráðuneyti í „Atvinnumálaráðuneyti“ Þetta er gert til að minka vægi sjávarútvegs.

2.       Koma einhverri þægri blók í þá ráðherrastöðu.

3.        Ógna atvinnugreininni með yfirlýsingum um“ væntanlegar aðgerðir og lagabreytingar“ sem skapa endalausa óvissu.

4.       Halda uppi taumlausum atvinnurógi á rekstraraðila í sjávarútvegi. (Það er reyndar þjóðaríþrótt)

5.       Halda því blákalt fram að best reknu fyrirtækin séu helsta mein þjóðarinnar.

6.       Læða svo þeirri spurningu :“ Er nokkuð verra að góðir menn í Brussel hafi hönd í bagga í stað LÍÚ glæponana?“

Vinstri Grænir eru í verulegum vanda. Engin flokkur í allri íslandssögunni hefur svikið jafn hressilega  sín kosningaloforð.

 Samfylkingin  hefur lítið svikið,nema þessar venjulegu fleðulegu upphrópanir um að þeir séu sérstakur verkalýðs og félagsmálaflokkur sem er  ósatt . En í því skjóli hafa þeir komið mönnum eins og Gylfa ASÍ formanni að .Hann segir að öll verkalýðs hreyfingin vilji ganga í ESB. Sem er auðvitað líka ósatt svo ekki sé meira sagt.

Það er talað til okkar almennings í landinu eins og við séum alveg dæmalausir kjánar.En tilfellið er, að við erum farin að mynda okkur, okkar sjálfstæðu skoðanir. Það höfum við nú sýnt ..tvisvar.

Og eftir standa þingmenn eins og dæmalausir kjánar.

      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband