17.1.2014 | 16:00
Tillaga um einfalda þumalfingursreglu .
Það eru lög í landinu sem banna efsta stig lýsingarorða í auglýsingum.
Yfirfærum þá reglu í talað mál og ritað.
Venjum okkur af og notum aldrei . Ég endurtek aldrei, setninguna : "Best í heimi"!
Slíkar yfirlýsingar gera okkur í besta falli brosleg.
Í versta falli litla hrokafulla kjána.
Notum frekar setningar eins t.d. : " Við erum ágæt". " Við erum samkeppnishæf".
Við getum stolt sagt :
" Við erum ágæt í handbolta. "
" Íslendingar er vel samkeppnisfærir í veiðum ,vinnslu og sölu á fiski. "
" Við erum framarlega í nýtingu jarðhita."
" Við framleiðum góðar landbúnaðarvörur"
" Við erum stolt og erum alveg ágæt á mörgum sviðum."
Forsætisráðherra setti niður þegar hann sagði að lög um lækkun höfuðstóls væri mesta aðgerð á því sviði í heiminum. Lögin sjálf eru ágæt en yfirlýsingin lítillækkandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.