Bóluefni eða hjarðónæmi ? Staðan að mati leikmanns.

 

 

Síðustu dagar hafa verið mjög upplýsandi um  hvernig gengur í bóluefnamálum.

Þó nokkrir hafa hætt sínum tilraunum þar sem útkoman var ekki nægilega vænleg.

Kínverjar eru auðvitað í fullum gangi með tilraunir en fara ekki hátt með það.

Bandaríkjamenn fullyrða að allt sé að verða tilbúið en gefa samt ekkert upp.

Það eru aðeins tveir aðilar sem tjá sig og athyglin beinist að. Þeir sænskbresku og rússar.

Báðir þessir aðilar eru á fullu við að bólusetja tugþúsundir fólks með sinni útgáfu af bóluefni í lokaprufu .  Eftir að þessum tilraunum er lokið og allt virðist í lagi hefjast bólusetningar á almenningi.

Rússar hafa sagt að þeir hafi aðeins framleiðslugetu  fyrir eigin þjóð  en eru galopnir fyrir  að aðrir framleiðendur  fái aðstoð til framleiðslu bóluefnis. Indland og fl. eru jákvæðir.

Líklega er framleiðsla  þessara efna komin mun lengra en upp er gefið.

Tíminn er dýrmætur . Efnahagur margra þjóða er á niðurleið.

Að tala fyrir hjarðónæmi nú er einfaldlega rugl.

 Við íslendingar eigum að fylgja  okkar besta vísindafólki eins og við höfum gert og hætta að baknaga það.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband