27.4.2010 | 02:49
Ættu að byðja forsetan afsökunar
Þetta upphlaup minnir mig á Sharck myndirna .Mjög lélegar myndir þar sem bæjarstjórnin og aðrir í elítunni berjast á móti því að túristarnir fái að vita að það er mannætuhákarl útifyrir ströndinni. Heimska bæjarstjórnin minnir mig óþægilega á framkomu ferðamálaaðila og fjármálaráðherra gagnvart Forsetanum . Ég tel að þeir ættu að byðja hann afsökunar.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla hjá þér.
Smjerjarmur, 27.4.2010 kl. 02:56
Sammála. Forsetinn er bara að segja það sem að allir Íslendingar eru að tala um. En þetta er nú einu sinni á mbl. þar sem að Davíð "vinur " hans ræður ríkjum. Ólafur er að mínu mati besti fjármálaráðherra sem að við höfum haft, hans aðgerðir þá lækkuðu skuldir heimilana til mikilla muna. Ég segi bara, takk kærlega fyrir mig Ólafur.
Rósa (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 03:13
Ólafur hefur verið okkur til sóma en hann fór út af sporinu,en eðlilega studdi
hann við viðskiptalífið sem og menningu þjóðarinnar, fáir áttuðu sig á helferð
útrásarvíkingana (hver sagði ljúðu nógu oft þá trúir fólk þér)
Bernharð Hjaltalín, 27.4.2010 kl. 04:39
Það sorglega við færsluna þína, er að ég held að þú sért að meina þetta!!!
Finnst þér bara eðlilegt að forsetinn sé að koma í veg fyrir að tugþúsundir manns heimsæki landið. Þá er ég ekkert að hugsa um okkur, heldur að fólkið sem mögulega sá landið sem áfangastað, gerir það ekki lengur, vegna þess að það er hrætt. Fyrst hann er byrjaður. Af hverju heldur hann bara ekki áfram þangað til engir túristar koma til Íslands, nema einhverjir sem eru með deathwish!!!
Jóhannes (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 06:45
Það sem ÓRG hefur verið að blaðra að undanförnu hefur ekkert með "að upplýsa þjóðir heims um þá hættu sem kann að fylgja eldgosum á Íslandi" að gera. Það sem hann sækist eftir er að komast í fjölmiðla og auglýsa sjálfan sig. Því fyrr sem siðareglur verða settar á forsetann því betra, ef við eigum yfirhöfuð að hafa forestaembætti í núverandi mynd.
Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 07:35
Ólfar Grímsson er gapuxi sem þarflaust er að biðja afsökunar á einu eða neinu; hvorki með einföldu ný yfsiloni. Hann sýndi það svo grímulaust í útrásarævintýrinu að honum er fjandans sama um allt hér, nema eigin hag!
Halldór Halldórsson, 27.4.2010 kl. 07:53
Strútarnir komnir á kreik Snorri, og heimta að fá að stinga höfðinu í sandinn eins og sagt er. Það kemur ekkert illt fyrir ef við vitum ekki af ógninni er kenningin sem hefur reynst okkur svo vel!
Kristján H Theódórsson, 27.4.2010 kl. 08:34
Mér finnst alveg merkilegt hvað fólk virðist vera tregt til að átta sig á því að ALLIR TAPA á fækkun ferðamanna til landsins, ekki bara leigubílstjórar og sölumenn í ferðaþjónustugeiranum.
Ólafur er beinlínis skaðlegur samfélaginu okkar með svona framgöngu.
Jón Flón (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 09:41
Þegar gosið hófst skoðaði ég umfjöllun fjölmiðla vítt og breitt um heiminn. Svo til undantekningalaust var vitnað í jarðfræðinga sem töluðu um tenginguna við KÖTTLU.Þessi umræða hefur staðið yfir alla tíð síðan.En þegar forsetinn talar um það löngu síðar verður allt vitlaust. Hann á að hafa valdið"ÓBÆTANLEGU TJÓNI" og annað eftir því. Ég held að sumir séu að sparka í forsetann vegna þess að hann notaði málskotsréttinn.Þið sem gerið það hafið skömm fyrir.
Snorri Hansson, 27.4.2010 kl. 10:31
Halldór. Stafsetningar forritið virkar ekki hjá mér í augnablikinu. Yfsilon regglan er mér algerlega ofviða.
Snorri Hansson, 27.4.2010 kl. 10:46
Halldór. Sammála hvort sem þú notar yfsilon eða ekki. Því fyrr sem við sjáum í bakið á þessum Bessastaðabjána, því betra.
Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 14:59
Það vekur hjá mér ugg þegar forsetinn setur sig í stellingar sérfræðinga - það er hægt að fjalla um eldgos með ýmsu móti og ef það er einlægur vilji forsetans að vara við hættum af völdum eldgosa, þá eru aðrar leiðir árangursríkari; m.a. að þrýsta á flugyfirvöld landa og svæða. Hvað fyrir manninum vakir að ítrekað vara við hættum af eldgosi í Kötlu er mér algerlega fyrirmunað að skilja.
Úr því að svo margir eldfjallafræðingar hafa tjáð sig um málið, hví þarf hann að setja sig í spádómsklæði til áréttingar orðum sérfræðinganna? Er þar nokkru við að bæta? Eru menn að dylja þá staðreynd, sem nú er öllum orðin ljós, að hætta stafar af eldgosum? Hvað hefur forsetinn við þetta eiginlega að bæta, nema hann telji sig hafa einhvern þann slagkraft sem vantar hjá eldfjallafræðingunum og að án hans orða verði ekki brugðist við?
Honum ber að tala varlega, um það hljóta menn að vera sammála, um öll mál. Hann talaði ekki varlega á sínum tíma um mátt og megin útrásarvíkinganna og ekki skorti stóryrðin um hæfileika útnáraþjóðarinnar. Nú, þegar engu er leynt og vandinn blasir við öllum, kemur maðurinn fram í fjölmiðlum erlendis og fjallar um málið líkt og hann hafi til þess sérfræðiþekkingu og stuðlar að því að auka með fólki ótta og svarsýni.
Ólafur Als, 27.4.2010 kl. 15:46
Hárrétt hjá þér Snorri, hvað eftir annað. Katla var það fyrsta sem við heyrðum af hér úti í Bandaríkjunum í sambandi við eldhræringarnar á Íslandi. Ég hef séð viðtal við fjölda íslenskra eldfjallasérfræðinga sem segja nákvæmlega það sama og forsetinn.
Fólk ætti að fara með þessa Fox-legu bálför Moggans eins og hún er - Almenna hatursherferð fylgissveina Davíðs gegn forsetanum sem kemur málefninu ekkert við.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2010 kl. 16:31
Rúnar Þór. Hvaða málefni ert þú að tala um? Varðandi fylgisveina Davíðs, hvenær urðu t.d. Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir fylgisveinar Daviðs? Ég held þú hafir séð of mikið af Fox þarna fyrir Westan.
Tómas H Sveinsson, 27.4.2010 kl. 18:46
Góð samlíking hjá þér!
Eva Sól (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.