Samfylkingin í ríkisstórn,

Samfylkingin er orðin eins máls flokkur. Engin fulltrúi,ráðherra eða meðlimur getur sagt tvær setningar án þess að evra eða evrópusamband sé í annari þeirra.

Þeir byrjuðu fyrir þó nokkrum árum að læða þessu að þá þannig að “ þjóðernishugsjónir væru orðnar gamaldags og eiginlega púkalegar”. Sú iðnasta við þennan málflutning var þingmaður um stund en fékk síðan það verkefni að stofna evrópudeild við háskólann á Bifröst .

Þeir sem þaðan koma mynna margt á ungliða í menningarbiltingunni sem veifuðu hverum og hrópuðu í sífellu valdar setningar Mao formanns,alltaf eins. Það er ömurlegt að Valgerður Sverrisdóttir er gengin í þennan hóp. Ég held að úr því svo er komið eigi hún að halda sig í honum frekar en að reyna að kljúfa Framsókn.

Mál Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni eru í besta falli brosleg. Viðskipta og Bánkamálaráðherrann hefur nítt niður gjaldmiðilinn frá fyrsta degi og var að dúlla í seðilsgjöldum þegar bankarnir sjálfir voru í stórhættu vegna hömlu og eftirlitsleysis.

Ef Iðnaðarráðherrann langar til að koma af stað framleiðslufyrirtæki þá bregður Umhverfismálaráðherra fyrir hann fætti.

Félagsmálaráðherra Samfylkingarinnar er sú eina sem vinnur alveg ágætlaga.

Ein er sú setning sem þetta fólk er farið að bæta inní þegar það talar um að nauðsinlega þurfi að koma evra og innganga í sambandið.” Þá komi aðhald í fjármálastjórn og einnig aðhald í pólitískri starfsemi”, þeir þurfa að útskíra hvað þeir meina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband