20.3.2007 | 12:27
Auðlindin
Sú auðlind sem hefur verið mest til umræðu er fiskurinn í sjónum.
Ég tel að það eigi að vera í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum innan
landhelgi sé eign þjóðarinnar.
Handhafar veiðiréttar veiði fiskinn sem nemur sinni prósentu af heildarafla
sem ákveðinn er af ráðherra og eða alþingi. Ef það hentar veiðiréttarhafa
tímabundið að leigja hluta síns aflahlutar,þá sé það leyfilegt.
Varanleg sala á veiðirétti sé heimil til innlendrar útgerðar.
Útgerð veiðiréttarhafa greiði ekki sérstök gjöld umfram önnur fyrirtæki í
landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.