Samgöngur

Það eru margar hliðar á flugvallar málinu. Mér finnst skynsamlegast að
hafa völlinn á svipuðum stað,en það mætti færa hann meira út í sjóinn
þannig að Vatnsmýrin nýtist betur. Það eiga auðvitað að vera strangar
reglur um notkun þessa vallar. Að nota skuli hljóðlátar vélar og svo
fr. (Fokker er ekki eilífðar tól) Bætt vegakerfi gerir bílinn betri
valkost fyrir sífelt fleiri. Það er vissulega kostur að vera á eigin
bíl á áfangastað. Á leiðini á milli Akureyrar og Reykjavíkur er bæði
auðvelt og ódýrt að stytta leiðina um 14 km. Vegna mótmæla Blönduósbúa
er það ekki gert. Flest allir aka leiðina fram og til baka. Það gera 28
km. óþarfa akstur. Tugþúsundir ökumanna aka 28 km óþarfa leið eingöngu
til þess að þrjár  sjoppur haldi viðskiptum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir með þér varðandi styttingu á hringveginum. Að vísu átti ég heima á Blönduósi og ef af þessari tengingu verður, þá sé ég fyrir mér að það verður erfitt fyrir þetta fámenna byggðarlag að lifa af.

Ég hef sjálfur skrifað fyrir því að stytta leiðina frá Reykjavík út á Kjalarnes um 10 km með jarðgöngum um eyjarnar sem gerir þá 20 km fram og til baka og ef þessi vegaleið yrði líka valin, þá værum við búinn að stytta leiðina norður um 24 km eða 48 km ef ekið væri fram og til baka.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Það er alveg óþarfi að hreyfa við flugvellinum. Hann sinnir mikilvægu hlutverki fyrir innanlandsflugið og þar með samgönum við landsbyggðina. Auðvita á að stytta hringveginn eins og hægt er svo þeir sem vilja keyra hafi þann möguleika eins góðan og kostur er. Frekar hlægilegt að lesa það að þrjár sjoppur ráði örlögum heils byggðarlags. Á sama tíma höggva ráðamenn endalaust í sjávarútveginn og mörg pláss á landsbyggðinni engjast. Með kveðju Kolbrún

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband