Að hanga á horriminni

 

Ég hef einfalda skoðun. Íslenska þjóðin þarf fyrirtæki sem græða, helst mikið. Það skilar
sér í bættum þjóðarhag og betra mannlífi. Við höfum ekkert að gera með fyrirtæki sem
tapa eða hanga á horriminni. Þau draga okkur niður . Þeir sem reka fyrirtæki sem ekki
eru rekstrar hæf, eiga að stöðva reksturinn áður en þeir valda stór tjóni. Þeir sem taka á leigu veiðiheimildir á verði sem ekki nær nokkurri átt, eru einmitt dæmi um rekstur sem eigendur eiga að stöðva. Þeir henda afla, trassa viðhald og öryggisatriði og greiða ekki reikninga. Semsagt valda okkur tjóni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið til í þessu hjá þér, ef eins væri gert við "öll fyrirtæki" þá væri búið að senda alla kvótakarlana úr landi. Það hefur verið gert við trésmiðjur, skipasmíði og fleira sem að ekki hefur borið sig.

Það merkilega við kvótakarlanna er að þeir eru að leigja eitthvað sem þeir eiga alls ekki.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.4.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband