19.4.2007 | 15:22
Að hanga á horriminni
Ég hef einfalda skoðun. Íslenska þjóðin þarf fyrirtæki sem græða, helst mikið. Það skilar
sér í bættum þjóðarhag og betra mannlífi. Við höfum ekkert að gera með fyrirtæki sem
tapa eða hanga á horriminni. Þau draga okkur niður . Þeir sem reka fyrirtæki sem ekki
eru rekstrar hæf, eiga að stöðva reksturinn áður en þeir valda stór tjóni. Þeir sem taka á leigu veiðiheimildir á verði sem ekki nær nokkurri átt, eru einmitt dæmi um rekstur sem eigendur eiga að stöðva. Þeir henda afla, trassa viðhald og öryggisatriði og greiða ekki reikninga. Semsagt valda okkur tjóni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.4.2007 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2007 | 03:06
Arabaþjóðir og við
Brýnasta mál nútímans er að vesturlandamenn og þjóðir hætti að sparka í arabaþjóðir. Þessi framkoma okkar er fyrir neðan allar hellur. Tilgangslaus árás á Írak fyllir mælinn. Við tölum við þá og um þá eins og óþokka. Líf þeirra er í okkar augum lítis virði. Heilar kynslóðir lifa í flóttamannabúðum
alla æfi. Útúr þessu kemur eitt örugglega og sýnir sig HATUR . Hatur á þeim sem eiðilögðu allar þeirra vonir. Menn sem hata eru viðsjárverðir. Það verður að fara koma vonarglæta í þessi mál. Það er þó lítil von til þess meðan jarðarbúar sitja uppi með þennan Bandaríkjaforseta sem nú ræður ríkjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2007 | 05:15
Álver og hátækni
Umhverfissinnar tala oft um að í stað virkjana og álvera, eigi frekar að
efla fjárframlög til hátæknirannsókna og framleiðslu. Ég get ómögulega
séð það rekast hvað á annað. Reyndar er í álverum endalaus þörf fyrir
níar lausnir á hinum og þessum málum. Öryggismálum, mengunarmálum,
hagræðingarmálum. Það vantar ekki peninga í þessu landi til þróunar á
hátækni. Það sem vantar eru menn sem koma með ferskar nýstárlegar
hugmyndir sem vert er að ransaka frekar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2007 kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 16:20
Aðild okkar að Íraksstríðinu
Forsætis og utanríkisráðherra voru að koma skikki á varnarsamstarfið.
Aðalmálið hjá þeim að varnirnar væru sýnilegar. Þessvegna var þessi
ofuráhersla á 3-4 herþotur. Þeir voru auðveld bráð buss dobbeljú og
hans andstyggilega pakks. Þá óraði ekki fyrir áframhaldinu. Hefur
sjálfsagt verið sagt að um leið og búið væri að drepa gaurinn,þá myndi
skríllinn dansa á strætunum. Í staðinn sitjum við uppi með þennan hrylling
að vera stuðnings aðilar tilgangslausasta og vitlausasta stríðs síðari áratuga.
Og þó kannske ekki fyrir alla. Ég las á dögunum að það sé frumvarp fyrir Íraska
Þinginu,að afnema skuli lög um þjóðareign olíuvinnslunnar til þess að
fjölþjóðleg fyrirtæki fái vinnslurétt.
20.3.2007 | 12:27
Auðlindin
Sú auðlind sem hefur verið mest til umræðu er fiskurinn í sjónum.
Ég tel að það eigi að vera í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum innan
landhelgi sé eign þjóðarinnar.
Handhafar veiðiréttar veiði fiskinn sem nemur sinni prósentu af heildarafla
sem ákveðinn er af ráðherra og eða alþingi. Ef það hentar veiðiréttarhafa
tímabundið að leigja hluta síns aflahlutar,þá sé það leyfilegt.
Varanleg sala á veiðirétti sé heimil til innlendrar útgerðar.
Útgerð veiðiréttarhafa greiði ekki sérstök gjöld umfram önnur fyrirtæki í
landinu.
9.3.2007 | 12:33
Dómar
Það er mikið í umræðunni samanburður á dómum nauðgara,barnanauðgara
og svo eiturlyfjasala .Nú er það dómur á manni sem nauðgar barnabarni sínu.
Mér er skítsama um eiturlyfasala og hver þeirra dómur er.
Ég er sammála því að það á að þyngja dóma nauðgara. Alla nauðgara. Ég er afi
þrettán barna og verð að segja að mér sundlar tilhugsunin um að nokkur maður
elti svo á sér skaufan að hann hendi sprengju á líf barnabarns síns og fjölskyldu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2007 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 11:18
ÁL
Ómar talar mikið um að útlendingum muni finnast eitthvað, þegar þeir aki framhjá verksmiðju t.d. álverinu í Straumsvík.
Og það eiga að vera rök á móti stækkun. Þetta er ýkt þvaður. Auðvitað taka þeir eftir þessari stóru verksmiðju en þegar þeir vita að hún notar hreina orku, þá sjá þeir að hér á hún að vera. Heimsbyggðin þarf ekki að skammast sín fyrir að nota ál, öðru nær. Ál er eitt af frum þáttum þess að hægt er að gera hluti létta og þar með spara orku. Það er mál málana í dag og hér með. Því í ósköpunum eigum við ekki að nota okkar hreinu orku til álframleiðslu.?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 15:18
Kosningin í Hafnarfirði
Það að láta kjósa um hvort stórt og vel rekið fyrirtæki fær að vaxa og dafna .
Bloggar | Breytt 1.3.2007 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 15:09
Íþróttir
Stór hópur fólks stundar þá íþrótt að níða niður atvinnuvegi þessa lands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 02:30
Malbiksryk
Í fréttum í gær var enn einu sinni verið að fjalla um malbiksryk.Talað um hvað óholt,raunar hættuleg mengun þetta er. Á meðan horfðum við á skokkara rölta í mistrinu. Vísindakonan sagði okkur að þetta væri ekki met í ryki. Það er nefnilega altaf svo spennandi að vita hvort það er met í ryki.!!? En það er ekkert gert í málinu. Hvorki í Reykjavík né á Akureyri þar sem vandamálið er verst. Það kom fram að götusópur gagnar illa í frosti. Það þarf að bleyta í rykinu svo hægt sé að ná því. (Annars væri mesti mökkurinn umhverfis sópinn.)
Fyrir fjórum áratugum vann ég um tíma hjá Varnarliðinu. Ég starfaði á verkstæði sem þjónaði tækjum sem hreinsuðu flugbrautirnar. Þegar hálka var á brautunum var dreift volgum sandi yfir. Sandkornið bræddi sig niður í klakann og fraus svo fast. Þegar þýðan kom þá mátti sandurinn ekki liggja á brautinni því hann skemmdi hreyfla flugvélana. Þá kom flugvallarryksugan og afgreiddi málið snarlega.
Kæru tækjamenn á Ak. og Rek. Gooogglið eftir vegaryksugu og komið þessum málum í lag. Ef þið hafið slík tæki skammist til að nota þau.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)